Zenterhouse er spænsk fasteignasala stofnuð af Íslendingum með reynslu úr viðskiptum og sölu fasteigna sem spannar vel yfir 25 ár.
Hluti hópsins byrjaði að vinna í sölu fasteigna á Spáni árið 2006 ákveðið var því að taka þá reynslu til þess að byggja upp góðan vettvang fyrir sölu fasteigna á Spáni til Íslendinga og annarra þjóða.
Það getur verið ansi framandi að kaupa sér eign í öðru landi og því mikilvægt að vera viss um að farið sé í gegnum hendur sérfræðinga á sínu sviði.
Í okkar hópi eru einnig spænskir lögfræðingar sem hjálpa til við úrvinnslu allra mála sem þarf.
Sjá staðsetningu á korti.