Villamartin
20.096.000 Kr.
Fjölbýli
4 herb.
71 m2
20.096.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Tilvísunarnr.
431090

Zenterhouse kynnir glæsilegar íbúðir í Villamartin í kjarna sem heitir Green Hills. Ekkert til sparað. 

Svæði: Costa Blanca Suður, Villamartin

Vel útbúnar íbúðir í göngufæri við allt það helsta á þessu svæði svo sem La Zenia Boulevard verslunarmiðstöðina, Laugardagsmarkaðinn og ströndina. Íbúðirnar eru annarsvegar 2ja eða 3ja herbergja en allar jafn stórar 71fm svo bætast við svalir sem eru 20 - 30fm eftir því á hvaða hæð íbúð er tekin. Á efstu hæðunum eru síðan penthouse íbúðir sem skarta einnig þaksvölum á bilinu 40 - 50fm. 
Íbúðirnar eru virkilega smekklega innréttaðar með hvítum innréttingum. Öllum íbúðum fylgir stæði í bílageymslu og svo er einnig hægt er að kaupa sér geymslu í bílageymslu. Lyfta er í húsinu. 

Blokkirnar eru allar vel girtar af og inn á svæðinu er meðal annars líkamsræktarsalur, innisundlaug og saunaklefi. Utandyra eru síðan tvær stórar sundlaugar auk leiksvæðis fyrir börn. 

Sjón er sögu ríkari. Athugið að verðin á íbúðunum er frá 20.096.00 kr. og upp úr. 

EIGINLEIKAR EIGNAR: SUNDLAUG, NÝBYGGING, BÍLAGEYMSLA, NÁLÆGT GOLFVELLI, LOFTKÆLING, ÞJÓNUSTA Í GÖNGUFÆRI

Nánari upplýsingar fást í gegnum [email protected] eða í síma 557 1400

Athugið að kaupverðið er reiknað miðað við að 1 evra sé 128 kr


Það bætist við kaupverð 10% spænskur söluskattur af kaupverði eignarinnar og svo er gott að miða við 2-3% í stimpilgjöld og umsýslukostnað. 

Möguleiki er á allt að 70% fjármögnun frá Spænskum bönkum. 

Zenterhouse býður upp á skipulagðar skoðunarferðir til Spánar á sanngjörnu verði, fyrir allt að tvo aðila, þar sem kostnaður er síðan að fullu 
endurgreiddur við kaup á fasteign. Innifalið í skoðunarferðum er flug, gisting og ferðir til og frá flugvelli. Ekki hika við að 
hafa samband við okkur ef áhugi er fyrir hendi til þess að fara til Spánar og skoða eitthvað af þeim fjölmörgu eignum sem við höfum upp á að 
bjóða. 


 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.