Villamartin
32.250.000 Kr.
Fjölbýli
3 herb.
118 m2
32.250.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Tilvísunarnr.
490679

Zenterhouse kynnir nýja stórglæsilega 3 herbergja íbúð á jarðhæð

Svæði: Costa Blanca Suður, Villamartin

Glæsileg ný íbúð á jarðhæð með 47 fm verönd í ný byggðum íbúðakjarna í Villamartin hverfinu.
Eignin er með tveimur svefnherbergjum,tveimur baðherbergjum, góðri stofu/alrými og fallegu eldhúsi.
Bjartar, vel skipulagðar og fallega hannaðar eignir með vönduðum innréttingum. 
Uppsett er loftkæling og hiti sem og fullbúið eldhús og klósett með hita í gólfum.
Bílastæði í kjallara og geymsla fylgir með íbúðinni.
Útgengt úr stofu og eldhúsi á svalir.
Stórglæsilegur garður með útisundlaug sem og upphitaða sundlaug undir glerþaki sem hægt er að nýta allt árið.
ATH. þetta er tilboðseign og fylgir með henni húsgögn

Stutt er í alla helstu þjónustu og aðeins 5 mín akstur í  Zenia Boulevard verslunarmiðstöðina og í 10 mínútna akstur að hinum stórkostlegum ströndum Orihuela Costa. 
Hér er um einstaka eign og staðsetningu að ræða.  
Íbúðin er til afhendingar strax. Traustur og góður byggingaraðili með áratuga reynslu. 

Í þessum íbúðakjarna er Zenterhouse einnig með í sölu fleiri íbúðir, í boði eru mismunandi tegundir íbúða; íbúðir á jarðhæð með garði, íbúðir á miðhæð og efstu hæðar íbúðir með þakverönd.

Kostnaður og fjármögnun:

Kaupverð eignarinnar miðar við gengi Evru  á skráningardegi, sem eru 150 kr. Spænskur söluskattur (10%) reiknast af kaupverði eignarinnar og er ekki innifalinn í verði eignarinnar. Einnig er gott að miða við 2-3% í greiðslu stimpilgjalda og umsýslukostnaðar. Möguleiki er á allt að 70% fjármögnun frá spænskum bönkum. 

Skoðunarferðir:
Zenterhouse býður upp á skipulagðar skoðunarferðir til Spánar á sanngjörnu verði, fyrir allt að tvo aðila, þar sem kostnaður er síðan að fullu endurgreiddur við kaup á fasteign. Innifalið í skoðunarferðum er flug, gisting og ferðir til og frá flugvelli. Ekki hika við að hafa samband við okkur ef áhugi er fyrir hendi til þess að fara til Spánar og skoða eitthvað af þeim fjölmörgu eignum sem við höfum upp á að bjóða.

Nánari upplýsingar fást með tölvupósti á netfangið [email protected] eða í síma 557-1400. 
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.