Zenterhouse kynnir nýja glæsilega stúdíó íbúð
Svæði: Costa Blanca Suður, Pilar de la HoradadaGlæsileg ný 36 m² stúdíó íbúð í nýjum íbúðakjarna í Pilar de la Horadada, íbúðinni fylgir 6 m² svalir og 29 m² sólþak með sjávarútsýni og horft er yfir sundlaugagarðinn líka. Björt og vel skilpulög eign með fallegum innréttingum.
Í kjarnanum er stór og glæsileg sameiginleg sundlaug og einkabílastæði. Stutt í alla þjónustu.
Verð: 14.700.000kr
EIGINLEIKAR EIGNAR: ÞJÓNUSTA Í GÖNGUFÆRI, NÁLÆGT GOLFVELLI, LOFTKÆLING, NÝBYGGING,
Kostnaður og fjármögnun:Kaupverð eignarinnar miðar við gengi Evru á skráningardegi, sem eru 155 kr. Spænskur söluskattur (10%) reiknast af kaupverði eignarinnar og er ekki innifalinn í verði eignarinnar. Einnig er gott að miða við 2-3% í greiðslu stimpilgjalda og umsýslukostnaðar. Möguleiki er á allt að 70% fjármögnun frá spænskum bönkum.
Skoðunarferðir:Zenterhouse býður upp á skipulagðar skoðunarferðir til Spánar á sanngjörnu verði, fyrir allt að tvo aðila, þar sem kostnaður er síðan að fullu endurgreiddur við kaup á fasteign. Innifalið í skoðunarferðum er flug, gisting og ferðir til og frá flugvelli. Ekki hika við að hafa samband við okkur ef áhugi er fyrir hendi til þess að fara til Spánar og skoða eitthvað af þeim fjölmörgu eignum sem við höfum upp á að bjóða.
Nánari upplýsingar fást með tölvupósti á netfangið
[email protected] eða í síma 557-1400.