Villamartin
26.300.000 Kr.
Raðhús
4 herb.
78 m2
26.300.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Tilvísunarnr.
503382

Zenterhouse kynnir glæsileg raðhús í Villamartin

Svæði: Costa Blanca Suður, Villamartin


Nánar um eignina: 
Frábært skipulag er á eigninni en gengið er inn í íbúðina að framanverðu í gegnum fínan sérafnotagarð. Þar er komið inní opið rými með góðri lofthæð með stofu, eldhúsi, baðherbergi og svefnherbergi með innbyggðum skápum. Á annarri hæð eru síðan tvö svefnherbergi annað með góðum innbyggðum skápum og baðherbergi. Raðhúsið er í kjarna með sameiginlegri sundlaug sem einungis 6 íbúðir hafa aðgang að. Gengið er út um svefnherbergi á neðri hæð í gegnum lítinn garð beint út í sundlaugargarðinn.   
Stutt í alla helstu þjónustu svo sem matvöruverslanir og apótek, en um 5 mín akstur er í Zenia Boulevard verslunarmiðstöðina og innan við 15 mín akstur á 4 helstu gólfvellina á svæðinu þá Villamartin, Las Ramblas, Campoamor og Las Colinas.
Virkilega vönduð eign frá mjög traustum verktaka sem við höfum unnið mikið með. 

EIGINLEIKAR EIGNAR: SUNDLAUG, NÝBYGGING, NÁLÆGT GOLFVELLI, LOFTKÆLING,

Kostnaður og fjármögnun:
Kaupverð eignarinnar miðar við gengi Evru á skráningardegi, sem eru 155 kr. Spænskur söluskattur (10%) reiknast af kaupverði eignarinnar og er ekki innifalinn í verði eignarinnar. Einnig er gott að miða við 2-3% í greiðslu stimpilgjalda og umsýslukostnaðar. Möguleiki er á allt að 70% fjármögnun frá spænskum bönkum. 

Skoðunarferðir:
Zenterhouse býður upp á skipulagðar skoðunarferðir til Spánar á sanngjörnu verði, fyrir allt að tvo aðila, þar sem kostnaður er síðan að fullu endurgreiddur við kaup á fasteign. Innifalið í skoðunarferðum er flug, gisting og ferðir til og frá flugvelli. Ekki hika við að hafa samband við okkur ef áhugi er fyrir hendi til þess að fara til Spánar og skoða eitthvað af þeim fjölmörgu eignum sem við höfum upp á að bjóða.

Nánari upplýsingar fást með tölvupósti á netfangið [email protected] eða í síma 557-1400. 
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.